Ýmislegt vanti upp á þrátt fyrir 500 milljóna vilyrði Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Ein af sérstöðum nýja flugfélagsins verða fríar máltíðir sem verða bornar fram með vistvænum hætti án þess að nota plastvörur. Drykkir eru þannig bornir fram í ætum bollum. FlyIcelandic Aðstandendur FlyIcelandic, sem hafa kannað áhuga á stofnun nýs flugfélags eftir fall WOW air, eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika - þrátt fyrir að þeir segist hafa safnað næstum hálfum milljarði króna til verkefnisins. Af þeim 500 einstaklingum sem skráðu sig til þátttöku í verkefninu á vefnum flyicelandic.is voru 46 fyrrum starfsmenn hins fallna WOW, að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns FlyIcelandic. Vefsíða verkefnisins var opnuð eftir að aðstandendur FlyIcelandic höfðu tryggt aðgang að allt að fjórum Airbus flugvélum frá portúgölsku flugvélaleigunni Jet Banus. Frá því að vefsíðan leit dagsins ljós í lok apríl hafa hinir áhugasömu sagst reiðubúnir að leggja nær 500 milljónir króna í verkefnið. Þrátt fyrir það sem virðist vera töluverður áhugi má sjá af pósti aðstandenda FlyIcelandic til þeirra sem skráðu sig til leiks að töluvert virðist vanta upp á að hugmyndin verði að veruleika. Til að mynda skorti „hæfa stjórnendur og fyrirtæki úr ferðaþjónustu“ sem gætu séð um farmiðasölu og markaðssetningu fyrir nýja félagið. Jóel Kristinsson, talsmaður og verkefnastjóri FlyIcelandic, skrifar undir póstinn.„Einnig sýnist okkur vanta aðra öfluga aðila með reynslu úr ferðaþjónustu sem gætu leitt verkefnið á Íslandi þrátt fyrir að frá okkur liggi fyrir tilboð um flugvélar og flugrekstrarsvið,“ segir í póstinum.Hreiðar og Hluthafi sátu hjá Þá segjast aðstandendur FlyIcelandic hafa sett sig í samband við Hreiðar Hermannsson og Hluthafa.com, með það fyrir augum að sameina krafta sína. Eins og greint hefur verið frá hafa bæði Hreiðar og Hluthafi unnið að stofnun flugfélags á síðustu vikum. Hreiðar hefur hins vegar fallið frá þeim hugmyndum en engin svör hafa borist frá Hluthafa við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar um stöðu mála. FlyIcelandic segist hafa boðist til að leggja til fyrrnefndar flugvélar og flugrekstrarsviðið á hagstæðum kjörum á móti íslenskum aðilum sem myndu sjá um sölu, markaðssvið og þjónustu við farþega. Hvorki Hreiðar né Hluthafi hafi hins vegar fallist á slíkar hugmyndir. Hugsanlega ekki nægur áhugi á stofnun „Nú þarf að taka ákvörðun um hvort þær flugvélar sem flyicelandic.is getur útvegað fari til Íslands eða til annarra verkefna. Þrátt fyrir jákvæða umræðu og yfirlýsingar í fjölmiðlum er þegar á reynir hugsanlega ekki nægur áhugi á meðal Íslendinga að stofna nýtt flugfélag,“ segir í pósti FlyIcelandic og bætt við: „Við erum reiðubúnir til samstarfs við aðila sem gefa sig fram og hafa bolmagn til að vinna með okkur að verkefninu af fullri alvöru.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11 Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Sjá meira
Aðstandendur FlyIcelandic, sem hafa kannað áhuga á stofnun nýs flugfélags eftir fall WOW air, eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika - þrátt fyrir að þeir segist hafa safnað næstum hálfum milljarði króna til verkefnisins. Af þeim 500 einstaklingum sem skráðu sig til þátttöku í verkefninu á vefnum flyicelandic.is voru 46 fyrrum starfsmenn hins fallna WOW, að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns FlyIcelandic. Vefsíða verkefnisins var opnuð eftir að aðstandendur FlyIcelandic höfðu tryggt aðgang að allt að fjórum Airbus flugvélum frá portúgölsku flugvélaleigunni Jet Banus. Frá því að vefsíðan leit dagsins ljós í lok apríl hafa hinir áhugasömu sagst reiðubúnir að leggja nær 500 milljónir króna í verkefnið. Þrátt fyrir það sem virðist vera töluverður áhugi má sjá af pósti aðstandenda FlyIcelandic til þeirra sem skráðu sig til leiks að töluvert virðist vanta upp á að hugmyndin verði að veruleika. Til að mynda skorti „hæfa stjórnendur og fyrirtæki úr ferðaþjónustu“ sem gætu séð um farmiðasölu og markaðssetningu fyrir nýja félagið. Jóel Kristinsson, talsmaður og verkefnastjóri FlyIcelandic, skrifar undir póstinn.„Einnig sýnist okkur vanta aðra öfluga aðila með reynslu úr ferðaþjónustu sem gætu leitt verkefnið á Íslandi þrátt fyrir að frá okkur liggi fyrir tilboð um flugvélar og flugrekstrarsvið,“ segir í póstinum.Hreiðar og Hluthafi sátu hjá Þá segjast aðstandendur FlyIcelandic hafa sett sig í samband við Hreiðar Hermannsson og Hluthafa.com, með það fyrir augum að sameina krafta sína. Eins og greint hefur verið frá hafa bæði Hreiðar og Hluthafi unnið að stofnun flugfélags á síðustu vikum. Hreiðar hefur hins vegar fallið frá þeim hugmyndum en engin svör hafa borist frá Hluthafa við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar um stöðu mála. FlyIcelandic segist hafa boðist til að leggja til fyrrnefndar flugvélar og flugrekstrarsviðið á hagstæðum kjörum á móti íslenskum aðilum sem myndu sjá um sölu, markaðssvið og þjónustu við farþega. Hvorki Hreiðar né Hluthafi hafi hins vegar fallist á slíkar hugmyndir. Hugsanlega ekki nægur áhugi á stofnun „Nú þarf að taka ákvörðun um hvort þær flugvélar sem flyicelandic.is getur útvegað fari til Íslands eða til annarra verkefna. Þrátt fyrir jákvæða umræðu og yfirlýsingar í fjölmiðlum er þegar á reynir hugsanlega ekki nægur áhugi á meðal Íslendinga að stofna nýtt flugfélag,“ segir í pósti FlyIcelandic og bætt við: „Við erum reiðubúnir til samstarfs við aðila sem gefa sig fram og hafa bolmagn til að vinna með okkur að verkefninu af fullri alvöru.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11 Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Sjá meira
Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28