Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur að undanúrslit Þjóðadeildarinnar fari fram fimm dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Liverpool mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 1. júní í Madríd en fimm dögum síðar spila England og Portúgal undanúrslitaleik í Þjóðadeildinni í Portúgal.
Líklegt eru að tíu leikmenn úr herbúðum Liverpool og Tottenham muni vera í hóp Gareth Southgate, þjálfara Englands, svo þeir fá ekki mikið frí.
„Þetta er ekki góð dagskrá. Allir litu á mig þegar ég sagði að þetta væri ekki góð hugmynd og úps, núna eru tvö lið frá Englandi í úrslitunum. Þetta hefði verið það sama ef þetta hefði verið hollenskt lið,“ sagði Klopp.
„Ef við lærum ekki að koma betur fram við leikmennina þá er það eina sem gerist að við drepum þennan frábæra leik því án leikmanna er þetta ekkert sérstakt.“
„Það er þó annað fólk sem þarf að taka á þessu. Þetta er ekki sökin hans Southgate en að plana svona og svo eru tvö lið frá Englandi í úrslitaleiknum og einnig í Þjóðadeildinni, er áhugaverð dagskrá.“
„Komið betur fram við leikmennina eða drepið þennan dásamlega leik“
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti