Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 10:02 Skotar eru hvattir til að taka sig á þegar kemur að matarsóun. Vísir/Getty Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli. Loftslagsmál Skotland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli.
Loftslagsmál Skotland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira