Saman til sjálfbærni á norðurslóðum Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2019 07:00 Á morgun renna upp tímamót á sviði norðurslóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóðastjórnmálum. Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, loftslagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á norðurslóðum. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um árabil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu sjávarafurða. Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra mengunarefna. Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra milljóna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennskutímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tekist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun renna upp tímamót á sviði norðurslóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóðastjórnmálum. Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, loftslagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á norðurslóðum. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um árabil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu sjávarafurða. Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra mengunarefna. Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra milljóna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennskutímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tekist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun