Raddir vorsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. maí 2019 07:00 Á haustmánuðum árið 1962 gaf bandaríska vísinda- og náttúruverndarkonan Rachel Carson út stórvirkið Silent Spring, eða Raddir vorsins þagna. Þetta einstaka og innblásna verk var afrakstur þrotlausra og ítarlegra rannsókna Carson á breiðvirkum skordýraeitrum, hörmulegum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda um skaðlega eiginleika þeirra. Titill bókarinnar er vísun í þann dapra heim sem blasir við með áframhaldandi eyðingu og útrýmingu vistkerfa og dýrategunda. Heim þar sem vorfuglarnir og söngur þeirra er á brott; heim þar sem vistkerfin eru fátækari. Raddir vorsins þagna var neisti sem tendraði hugsjónabál á seinni hluta síðustu aldar, þar sem sjónum var beint að þeirri staðreynd að náttúran er berskjölduð fyrir áhrifum og gjörðum mannanna. Tilurð bókarinnar, efnistök og áhrif ættu að gera Raddir vorsins þagna að skyldulesningu í öllum skólum. Núna þegar 57 ár eru frá útgáfu bókarinnar höfum við fengið fullkomið fylgirit hennar. Milliríkjanefnd um leiðir til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfum (IPBES) birti í gær samantekt á niðurstöðum umfangsmestu úttektar sem gerð hefur verið á áhrifum mannsins á náttúru Jarðar. Á öllum landsvæðum plánetunnar – frá regnskógum Suður-Afríku og hitabeltisgresjum Afríku til sífrerasvæða norðurhvelsins og akra Suðuraustur-Asíu – ógna gjörðir mannanna líffræðilegum fjölbreytileika. Nefndin telur að ein milljón tegunda dýra og plantna sé í hættu á að deyja út. „Stöndugleiki vistkerfa sem við reiðum okkur á er að hrörna hraðar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Sir Robert Watson, formaður IPBES, í fréttatilkynningu. „Um allan heim erum við að eyða sjálfum grunni hagkerfa okkar, lífsviðurværis okkar, fæðuöryggi okkar, heilsu okkar og lífsgæðum.“ Vopnin sem maðurinn beitir í þessu stríði sínu gegn náttúrunni eru land- og sjávarnýting, landbúnaður og hvers kyns notkun lífvera, auk losunar gróðurhúsalofttegunda og mengunar. En hvatirnar sem knýja okkur til að beita vopninu eru knúnar áfram af neyslu, græðgi og yfirlæti gagnvart því ríkulega lífi sem þrífst á þessari litlu plánetu. Þetta eru kenndir sem fela í sér það hörmulega, og mjög svo mannlega, viðhorf að við séum ofar náttúrunni sett. Þessar hvatir eru nákvæmlega þær sömu og Rachel Carson skrifaði um í Raddir vorsins þagna árið 1962. Ekkert hefur breyst, nema það að við erum nú að tala um hrun hnattrænna vistkerfa, en ekki staðbundinna. Rétt eins og sláandi niðurstöður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafa kallað á tafarlausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðrakerfum plánetunnar, þá krefjast niðurstöður IPBES þess að eitthvað sé gert. Til þess þurfum við ábyrgar og djarfar ákvarðanir af hálfu þeirra sem við höfum kosið til að vernda hagsmuni okkar. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð, rétt og eins og almenningur. Það er okkar ábyrgð – það er okkar byrði – að taka þessar erfiðu en nauðsynlegu ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum árið 1962 gaf bandaríska vísinda- og náttúruverndarkonan Rachel Carson út stórvirkið Silent Spring, eða Raddir vorsins þagna. Þetta einstaka og innblásna verk var afrakstur þrotlausra og ítarlegra rannsókna Carson á breiðvirkum skordýraeitrum, hörmulegum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda um skaðlega eiginleika þeirra. Titill bókarinnar er vísun í þann dapra heim sem blasir við með áframhaldandi eyðingu og útrýmingu vistkerfa og dýrategunda. Heim þar sem vorfuglarnir og söngur þeirra er á brott; heim þar sem vistkerfin eru fátækari. Raddir vorsins þagna var neisti sem tendraði hugsjónabál á seinni hluta síðustu aldar, þar sem sjónum var beint að þeirri staðreynd að náttúran er berskjölduð fyrir áhrifum og gjörðum mannanna. Tilurð bókarinnar, efnistök og áhrif ættu að gera Raddir vorsins þagna að skyldulesningu í öllum skólum. Núna þegar 57 ár eru frá útgáfu bókarinnar höfum við fengið fullkomið fylgirit hennar. Milliríkjanefnd um leiðir til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfum (IPBES) birti í gær samantekt á niðurstöðum umfangsmestu úttektar sem gerð hefur verið á áhrifum mannsins á náttúru Jarðar. Á öllum landsvæðum plánetunnar – frá regnskógum Suður-Afríku og hitabeltisgresjum Afríku til sífrerasvæða norðurhvelsins og akra Suðuraustur-Asíu – ógna gjörðir mannanna líffræðilegum fjölbreytileika. Nefndin telur að ein milljón tegunda dýra og plantna sé í hættu á að deyja út. „Stöndugleiki vistkerfa sem við reiðum okkur á er að hrörna hraðar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Sir Robert Watson, formaður IPBES, í fréttatilkynningu. „Um allan heim erum við að eyða sjálfum grunni hagkerfa okkar, lífsviðurværis okkar, fæðuöryggi okkar, heilsu okkar og lífsgæðum.“ Vopnin sem maðurinn beitir í þessu stríði sínu gegn náttúrunni eru land- og sjávarnýting, landbúnaður og hvers kyns notkun lífvera, auk losunar gróðurhúsalofttegunda og mengunar. En hvatirnar sem knýja okkur til að beita vopninu eru knúnar áfram af neyslu, græðgi og yfirlæti gagnvart því ríkulega lífi sem þrífst á þessari litlu plánetu. Þetta eru kenndir sem fela í sér það hörmulega, og mjög svo mannlega, viðhorf að við séum ofar náttúrunni sett. Þessar hvatir eru nákvæmlega þær sömu og Rachel Carson skrifaði um í Raddir vorsins þagna árið 1962. Ekkert hefur breyst, nema það að við erum nú að tala um hrun hnattrænna vistkerfa, en ekki staðbundinna. Rétt eins og sláandi niðurstöður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafa kallað á tafarlausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðrakerfum plánetunnar, þá krefjast niðurstöður IPBES þess að eitthvað sé gert. Til þess þurfum við ábyrgar og djarfar ákvarðanir af hálfu þeirra sem við höfum kosið til að vernda hagsmuni okkar. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð, rétt og eins og almenningur. Það er okkar ábyrgð – það er okkar byrði – að taka þessar erfiðu en nauðsynlegu ákvarðanir og fylgja þeim eftir.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun