Fötluð börn af erlendum uppruna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2019 07:00 Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun