Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 19:56 Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45