Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 19:56 Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45