Næstum þriðjungur útskriftarnemenda Lýðháskólans á Flateyri vill vera áfram á svæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2019 11:20 28 nemendur útskrifaðir reynslunni ríkari. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér. Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér.
Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira