Órangútan til Víkur Einar Freyr Elínarson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar