Ísgarðar ehf, félag í eigu Pálma Jónssonar, og Hnetutoppur ehf. undirrituðu í gær með sér samning um kaup hins fyrrnefnda á 89% hlut í Emmessís ehf. Félag í eigu Gyðu Dan Johansen mun áfram eiga 9% í fyrirtækinu. Kaupverð er trúnaðarmál.
Pálmi Jónsson mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins. Ásamt honum mun ný stjórn vera skipuð þeim Gyðu Dan Johansen og Hildi Leifsdóttur, lögmanni.
Emmessís náði umtalsverðum rekstrarbata á síðastliðnu ári og 2019 hefur farið vel á stað. Áætluð EBITDA félagsins fyrir 2018 mun nema 64 milljónum króna. Kaupverð hlutafjár er trúnaðarmál og hefur þegar verið greitt seljendum. Þá munu Ísgarðar ehf. styrkja félagið enn frekar með auknu hlutafé.
Emmessís á sér langa rekstrarsögu en félagið var stofnað 12. maí 1960 og er þekkt sem eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins. Í dag starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu.
„Allir landsmenn þekkja Emmessís og það er auðvitað mjög gaman að koma inn í fyrirtæki með svo gott orðspor og mörg þekkt vörumerki. Við hyggjumst byggja áfram á þeim trausta grunni og halda áfram að bjóða viðskiptavinum okkar upp á ferskan og bragðgóðan ís. Við vonum bara að veðurguðirnir samgleðjist okkur með sól og blíðu í sumar, svo við getum haldið áfram að toppa okkur,“ sagði Pálmi Jónsson þegar kaupin voru gengin í gegn.
Nýir eigendur að Emmessís
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent


Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent




Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent


Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent