Of dýrir bankar Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun