Faðir argentínska fótboltamannsins Emilianos Sala er látinn, þremur mánuðum eftir að sonur hans fórst í flugslysi.
Horacio Sala fékk hjartaáfall á heimili sínu á þriðjudaginn. Hann var látinn þegar læknar mættu á svæðið. Hann var 58 ára gamall.
Sala bar son sinn til grafar í febrúar. Hann lést þegar flugvél sem hann var um borð í hrapaði í Ermasund.
Sala var búinn að ganga frá samningi við Cardiff City og var á leið til velska félagsins þegar hann fórst.
Cardiff keypti Sala fyrir metverð frá Nantes. Félögin hafa undanfarið deilt um hvernig greiðslu fyrir Sala eigi að vera háttað.
Faðir Emilianos Sala látinn

Tengdar fréttir

Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi
Bresk rannsóknarnefnd flugslysa hefur staðfest að réttindi flugmannsins séu til rannsóknar.

Cardiff vill nú sáttafund með Nantes vegna peningagreiðslnanna fyrir Sala
Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala.

Cardiff skilar inn sönnunargögnum í deilunni um Sala
Argentínumaðurinn sem lést er ástæða illra deilna Cardiff og Nantes.

Warnock: Erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað
Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu.