Mörg hunduð prósenta verðhækkanir eigi sér langan aðdraganda Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 12:55 Icelandair innleiddi nýtt tekjustýringarkefi í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. Eins og nafnið gefur til kynna er gjaldið tekið þegar breytingar eru gerðar á flugmiðum sem keyptir hafa verið.DV vakti máls á því í gær að gjaldið væri nú á bilinu 25-40 þúsund krónur. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðið, til að mynda farrými og áfangastaður, þannig er t.d. dýrara að eiga við miða til Bandaríkjanna. Á sama tíma á síðasta ári var gjaldið hins vegar á bilinu 5-15 þúsund krónur. Lægsta breytingargjaldið hefur því hækkað um 500% á einu ári, og það hæsta um næstum 267%. Í samskiptum við Vísi segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að breytingarnar hafi verið gerðar á verðskránni nú í mars síðastliðnum samhliða upptöku nýs tekjustýringakerfis. Undirbúningur við innleiðinguna hafi staðið yfir undanfarið ár og tengist verðbreytingarnar því ekki gjaldþroti WOW í lok mars. „Ástæða þessara verðbreytinga er sú að við bjóðum nú fjölbreyttari fargjaldaflokka en áður og breytingagjöld eru ekki innifalin í ódýrustu fargjöldum okkar,“ segir Ásdís og bætir við að alþjóðleg samkeppni hafi að sama skapi áhrif. „Mörg af þeim flugfélögum sem við erum í samkeppni við leyfa ekki breytingar á miðum sem keyptir hafa verið samkvæmt ódýrasta fargjaldaflokki þeirra,“ segir Ásdís. „Við gerum hins vegar breytingar á þessum miðum gegn gjaldi. Að sama skapi bjóðum við upp á fargjöld þar sem breytingargjald er innifalið,“ segir Ásdís aukinheldur. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. Eins og nafnið gefur til kynna er gjaldið tekið þegar breytingar eru gerðar á flugmiðum sem keyptir hafa verið.DV vakti máls á því í gær að gjaldið væri nú á bilinu 25-40 þúsund krónur. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðið, til að mynda farrými og áfangastaður, þannig er t.d. dýrara að eiga við miða til Bandaríkjanna. Á sama tíma á síðasta ári var gjaldið hins vegar á bilinu 5-15 þúsund krónur. Lægsta breytingargjaldið hefur því hækkað um 500% á einu ári, og það hæsta um næstum 267%. Í samskiptum við Vísi segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að breytingarnar hafi verið gerðar á verðskránni nú í mars síðastliðnum samhliða upptöku nýs tekjustýringakerfis. Undirbúningur við innleiðinguna hafi staðið yfir undanfarið ár og tengist verðbreytingarnar því ekki gjaldþroti WOW í lok mars. „Ástæða þessara verðbreytinga er sú að við bjóðum nú fjölbreyttari fargjaldaflokka en áður og breytingagjöld eru ekki innifalin í ódýrustu fargjöldum okkar,“ segir Ásdís og bætir við að alþjóðleg samkeppni hafi að sama skapi áhrif. „Mörg af þeim flugfélögum sem við erum í samkeppni við leyfa ekki breytingar á miðum sem keyptir hafa verið samkvæmt ódýrasta fargjaldaflokki þeirra,“ segir Ásdís. „Við gerum hins vegar breytingar á þessum miðum gegn gjaldi. Að sama skapi bjóðum við upp á fargjöld þar sem breytingargjald er innifalið,“ segir Ásdís aukinheldur.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira