Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2019 15:23 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars. Vísir/vilhelm Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotuna, sem flugfélagið hafði á leigu frá ALC, í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ALC til fjölmiðla. Þar gagnrýnir stofnandi ALC meðal annars að á meðan Isavia hafi í lengri tíma heimilað WOW air að safna fordæmalausum skuldum við Isavia hafi önnur flugfélög sem til Íslands fljúga þurft að greiða öll flugvallargjöld á tíma og í samræmi við reglur. Vél ALC hefur verið meinuð brottför í nærri fjórar vikur, allt frá gjaldþroti WOW air. ALC tekst um þessar mundir á við Isavia um kyrrsetningu þotunnar í Héraðsdómi Reykjaness. Fékk Isavia frest til þriðjudags til að afla gagna og leggja fram greinargerð en málflutningur í málinu er fyrirhugaður 2. maí.Uppsöfnuð níu mánaða skuld „Isavia segist ekki munu láta þotuna af hendi nema ALC standi skil á öllum skuldum WOW air við Keflavíkurflugvöll sem söfnuðust upp síðustu 9 mánuði rekstrar WOW air, upp á ríflega tvo milljarða króna. ALC telur fráleitt að lögaðili á Íslandi geti lagt fram eigur annara sem veð og undrast að opinbert hlutafélag taki þátt í samkomulagi um slíkt og telji það í samræmi við ákvæði loftferðalaga. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur Isavia ekki heldur fengist til að leggja fram sundurliðun gjaldanna að baki skuld WOW air.“ ALC telur að með framgöngu sinni hafi Isavia brotið gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, auk þess sem WOW air, vegna gjaldþrots síns, hafi ekki lengur haft yfirráð yfir farþegaþotunni þegar henni var meinuð brottför og því geti Isavia ekki byggt á heimild loftferðalaga til að stöðva för þotunnar. Forsvarsmenn ALC telja tjón sitt umtalsvert í málinu og aukist dag frá degi. Þegar hafi verið búið að skrifa undir samninga um að leigja þotuna TF-GPA til annars flugfélags. WOW air hafi samþykkt, áður en til gjaldþrotsins kom, að afhenda ALC hana nú í apríl.Steve Udvar-Házy.„Framganga Isavia og krafa um að óskylt fyrirtæki gangist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vitundar þess og Isavia ber sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér, er í senn ófyrirleitin og óskiljanleg,“ segir Steve Udvar-Házy, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Air Lease Corporation. „Þá vekur málatilbúnaðurinn allur upp alvarlegar spurningar um framgöngu Isavia og hvernig félagið hefur gert upp á milli flugrekenda. Á meðan WOW air var á laun, að minnsta kosti frá júlí 2018, heimilað að safna fordæmalausum skuldum við Isavia hafa önnur flugfélög sem til Íslands fljúga þurft að greiða öll flugvallargjöld á tíma og í samræmi við reglur. Í þeim hópi eru félög á borð við Icelandair, Wizz Air, SAS, EasyJet, Atlantic Airways, British Airways, Delta, og Lufthansa. Ekki er að sjá að stuðningur Isavia við einn flugrekanda umfram aðra eigi nokkra stoð í lögum eða reglum.“Launsamningur Isavia við WOW air Einnig hljóti að vekja spurningar að Isavia skuli hafa á laun samið við WOW air um að flugfélagið hefði öllum stundum flugvél í eigu annarra á Keflavíkurflugvelli sem tryggingu. ALC, sem einn af leigusölum WOW air, var aldrei upplýst um að eigur félagsins væru notaðar með þessum hætti og hefði aldrei samþykkt það að sögn Udvar-Házy. „ALC kemur til með að leita allra leiða til að fá hnekkt ákvörðunum Isavia og endurheimta réttmæta eign sína. Félagið mun leita liðsinnis hverra þeirra stofnana sem að þessum málum koma og láta sig varða viðskipti fyrirtækja á alþjóðavettvangi, svo sem til Alþjóðasambands flugfélaga (IATA), Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), stjórnvalda í Bandaríkjunum og stofnana Evrópusambandsins.“ Málið hafi þegar valdið Íslandi og íslenskum stjórnvöldum álitshnekki og eru fyrirtæki í flugiðnaði sögð fylgjast af áhuga með framvindunni. ALC áskilur sér allan rétt til að krefja Isavia ohf. og íslenska ríkið um bætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna öftrunar Isavia á brottför farþegaþotunnar Airbus A321 TF-GPA frá Keflavík. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Lánafyrirgreiðslur Isavia til WOW „standist ekki nokkra skoðun“ Lögmaður eiganda flugvélar WOW air sem kyrrsett er í Keflavík segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði. 20. apríl 2019 12:15 Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. 20. apríl 2019 08:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotuna, sem flugfélagið hafði á leigu frá ALC, í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ALC til fjölmiðla. Þar gagnrýnir stofnandi ALC meðal annars að á meðan Isavia hafi í lengri tíma heimilað WOW air að safna fordæmalausum skuldum við Isavia hafi önnur flugfélög sem til Íslands fljúga þurft að greiða öll flugvallargjöld á tíma og í samræmi við reglur. Vél ALC hefur verið meinuð brottför í nærri fjórar vikur, allt frá gjaldþroti WOW air. ALC tekst um þessar mundir á við Isavia um kyrrsetningu þotunnar í Héraðsdómi Reykjaness. Fékk Isavia frest til þriðjudags til að afla gagna og leggja fram greinargerð en málflutningur í málinu er fyrirhugaður 2. maí.Uppsöfnuð níu mánaða skuld „Isavia segist ekki munu láta þotuna af hendi nema ALC standi skil á öllum skuldum WOW air við Keflavíkurflugvöll sem söfnuðust upp síðustu 9 mánuði rekstrar WOW air, upp á ríflega tvo milljarða króna. ALC telur fráleitt að lögaðili á Íslandi geti lagt fram eigur annara sem veð og undrast að opinbert hlutafélag taki þátt í samkomulagi um slíkt og telji það í samræmi við ákvæði loftferðalaga. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur Isavia ekki heldur fengist til að leggja fram sundurliðun gjaldanna að baki skuld WOW air.“ ALC telur að með framgöngu sinni hafi Isavia brotið gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, auk þess sem WOW air, vegna gjaldþrots síns, hafi ekki lengur haft yfirráð yfir farþegaþotunni þegar henni var meinuð brottför og því geti Isavia ekki byggt á heimild loftferðalaga til að stöðva för þotunnar. Forsvarsmenn ALC telja tjón sitt umtalsvert í málinu og aukist dag frá degi. Þegar hafi verið búið að skrifa undir samninga um að leigja þotuna TF-GPA til annars flugfélags. WOW air hafi samþykkt, áður en til gjaldþrotsins kom, að afhenda ALC hana nú í apríl.Steve Udvar-Házy.„Framganga Isavia og krafa um að óskylt fyrirtæki gangist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vitundar þess og Isavia ber sjálft ábyrgð á að hafa leyft WOW air að safna hjá sér, er í senn ófyrirleitin og óskiljanleg,“ segir Steve Udvar-Házy, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Air Lease Corporation. „Þá vekur málatilbúnaðurinn allur upp alvarlegar spurningar um framgöngu Isavia og hvernig félagið hefur gert upp á milli flugrekenda. Á meðan WOW air var á laun, að minnsta kosti frá júlí 2018, heimilað að safna fordæmalausum skuldum við Isavia hafa önnur flugfélög sem til Íslands fljúga þurft að greiða öll flugvallargjöld á tíma og í samræmi við reglur. Í þeim hópi eru félög á borð við Icelandair, Wizz Air, SAS, EasyJet, Atlantic Airways, British Airways, Delta, og Lufthansa. Ekki er að sjá að stuðningur Isavia við einn flugrekanda umfram aðra eigi nokkra stoð í lögum eða reglum.“Launsamningur Isavia við WOW air Einnig hljóti að vekja spurningar að Isavia skuli hafa á laun samið við WOW air um að flugfélagið hefði öllum stundum flugvél í eigu annarra á Keflavíkurflugvelli sem tryggingu. ALC, sem einn af leigusölum WOW air, var aldrei upplýst um að eigur félagsins væru notaðar með þessum hætti og hefði aldrei samþykkt það að sögn Udvar-Házy. „ALC kemur til með að leita allra leiða til að fá hnekkt ákvörðunum Isavia og endurheimta réttmæta eign sína. Félagið mun leita liðsinnis hverra þeirra stofnana sem að þessum málum koma og láta sig varða viðskipti fyrirtækja á alþjóðavettvangi, svo sem til Alþjóðasambands flugfélaga (IATA), Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), stjórnvalda í Bandaríkjunum og stofnana Evrópusambandsins.“ Málið hafi þegar valdið Íslandi og íslenskum stjórnvöldum álitshnekki og eru fyrirtæki í flugiðnaði sögð fylgjast af áhuga með framvindunni. ALC áskilur sér allan rétt til að krefja Isavia ohf. og íslenska ríkið um bætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna öftrunar Isavia á brottför farþegaþotunnar Airbus A321 TF-GPA frá Keflavík.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Lánafyrirgreiðslur Isavia til WOW „standist ekki nokkra skoðun“ Lögmaður eiganda flugvélar WOW air sem kyrrsett er í Keflavík segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði. 20. apríl 2019 12:15 Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. 20. apríl 2019 08:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Lánafyrirgreiðslur Isavia til WOW „standist ekki nokkra skoðun“ Lögmaður eiganda flugvélar WOW air sem kyrrsett er í Keflavík segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði. 20. apríl 2019 12:15
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00
Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. 20. apríl 2019 08:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent