Opið bréf til Einars Sveinssonar, stjórnarformanns, og Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra, Hvals hf Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2019 13:08 Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun