Hjartað í hverju hverfi er skólinn – líka í Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2019 10:49 Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar