Þarf að leita yfir miðjuna til að mynda ríkisstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. apríl 2019 19:30 Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45