Þarf að leita yfir miðjuna til að mynda ríkisstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. apríl 2019 19:30 Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent