WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 11:20 WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15
Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent