Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 14:48 Frohnmaier var kjörinn á þing í september árið 2017. Rússnesku skjölin eru frá því í apríl sama ár. Vísir/EPA Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“