Ofbeldi borgaryfirvalda í Grafarvogi Jón Ragnar Ríkharðsson skrifar 7. apríl 2019 22:15 Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skoðun Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun