Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:30 Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38