Hvað ef Georg Bjarnfreðarson sækir um? Baldvin Björgvinsson skrifar 21. mars 2019 07:57 Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun