Lykilorð milljóna Facebook-notenda voru aðgengileg þúsundum starfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 22:14 Facebook fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að einhver hafi notað lykilorðin í annarlegum tilgangi. Vísir/EPA Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð. Facebook Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð.
Facebook Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira