Erlendar netverslanir og samkeppniseftirlit Valur Þráinsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Við mat samkeppnisyfirvalda á samkeppnislegum áhrifum samruna skiptir það samkeppnislega aðhald sem hið sameinaða fyrirtæki mun búa við í kjölfarið miklu máli. Því meira aðhald sem er til staðar, innlent sem erlent, því minni líkur eru á því að samruninn raski samkeppni. Í nýlegum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu hefur samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana verið tekið til skoðunar.Kaup Haga á Lyfju Við rannsókn á fyrirhuguðum kaupum Haga á Lyfju var metið að hversu miklu leyti erlendar netverslanir myndu veita hinu sameinaða fyrirtæki samkeppnislegt aðhald. Þar sem hið sameinaða fyrirtæki hefði öðlast sterka stöðu í smásölu snyrtivara á Íslandi skipti þetta atriði töluverðu máli. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi meðal annars í ljós að fáir smásalar snyrtivara á Íslandi litu á erlendar netverslanir sem sína helstu keppinauta. Af þeim 24 svörum sem bárust nefndi enginn snyrtivörusali hreina netverslun (e. pure online players) sem sinn helsta keppinaut né þann sem kæmi þar á eftir. Endurspeglaðist sú niðurstaða í neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Samkeppniseftirlitið í þessu máli en þar svöruðu um 8% því til að hafa keypt snyrtivörur í erlendri netverslun á síðastliðnum 12 mánuðum. Rannsóknin leiddi í ljós að samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana í sölu snyrtivara á þeim tíma sem samruninn var rannsakaður virtist vera takmarkað. Samruninn var ógiltur en samrunaaðilar áfrýjuðu ekki ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaup N1 á Festi og Haga á Olís Við rannsókn á samrunum N1 og Festar og Haga og Olís var ekki þörf á því að rannsaka ítarlega það samkeppnislega aðhald sem erlendar netverslanir myndu veita samrunaaðilum í kjölfar samrunanna. Ástæða þess er einföld: Það erlenda samkeppnislega aðhald sem dagvöru- og eldsneytissalar búa við frá erlendum netverslunum er afar takmarkað. Á það við hér á landi sem og erlendis en alla jafna er samkeppni á þessum mörkuðum mjög staðbundin þar sem erfitt er fyrir smásala að flytja þessar vörur þvert á landamæri og svæði, nálægð við neytendur er yfirleitt mikilvæg og oft er þörf á vörunum með mjög skömmum fyrirvara. Tekið er tillit til erlends samkeppnislegs aðhalds Eins og fram hefur komið metur Samkeppniseftirlitið áhrif erlends samkeppnislegs aðhalds við rannsókn samruna. Ofmeti eftirlitið erlent samkeppnislegt aðhald getur það leitt til þess að of margir samkeppnishamlandi samrunar nái fram að ganga. Sé aðhaldið vanmetið getur það leitt til þess að hlutast sé til um samruna sem ekki skaða samkeppni. Því er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið ofmeti hvorki né vanmeti það erlenda samkeppnislega aðhald sem er til staðar í hverju máli hverju sinni. Það þjónar best hagsmunum íslenskra neytenda og fyrirtækja. Fyrirvari: Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.Höfundur er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Valur Þráinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Við mat samkeppnisyfirvalda á samkeppnislegum áhrifum samruna skiptir það samkeppnislega aðhald sem hið sameinaða fyrirtæki mun búa við í kjölfarið miklu máli. Því meira aðhald sem er til staðar, innlent sem erlent, því minni líkur eru á því að samruninn raski samkeppni. Í nýlegum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu hefur samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana verið tekið til skoðunar.Kaup Haga á Lyfju Við rannsókn á fyrirhuguðum kaupum Haga á Lyfju var metið að hversu miklu leyti erlendar netverslanir myndu veita hinu sameinaða fyrirtæki samkeppnislegt aðhald. Þar sem hið sameinaða fyrirtæki hefði öðlast sterka stöðu í smásölu snyrtivara á Íslandi skipti þetta atriði töluverðu máli. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi meðal annars í ljós að fáir smásalar snyrtivara á Íslandi litu á erlendar netverslanir sem sína helstu keppinauta. Af þeim 24 svörum sem bárust nefndi enginn snyrtivörusali hreina netverslun (e. pure online players) sem sinn helsta keppinaut né þann sem kæmi þar á eftir. Endurspeglaðist sú niðurstaða í neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Samkeppniseftirlitið í þessu máli en þar svöruðu um 8% því til að hafa keypt snyrtivörur í erlendri netverslun á síðastliðnum 12 mánuðum. Rannsóknin leiddi í ljós að samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana í sölu snyrtivara á þeim tíma sem samruninn var rannsakaður virtist vera takmarkað. Samruninn var ógiltur en samrunaaðilar áfrýjuðu ekki ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaup N1 á Festi og Haga á Olís Við rannsókn á samrunum N1 og Festar og Haga og Olís var ekki þörf á því að rannsaka ítarlega það samkeppnislega aðhald sem erlendar netverslanir myndu veita samrunaaðilum í kjölfar samrunanna. Ástæða þess er einföld: Það erlenda samkeppnislega aðhald sem dagvöru- og eldsneytissalar búa við frá erlendum netverslunum er afar takmarkað. Á það við hér á landi sem og erlendis en alla jafna er samkeppni á þessum mörkuðum mjög staðbundin þar sem erfitt er fyrir smásala að flytja þessar vörur þvert á landamæri og svæði, nálægð við neytendur er yfirleitt mikilvæg og oft er þörf á vörunum með mjög skömmum fyrirvara. Tekið er tillit til erlends samkeppnislegs aðhalds Eins og fram hefur komið metur Samkeppniseftirlitið áhrif erlends samkeppnislegs aðhalds við rannsókn samruna. Ofmeti eftirlitið erlent samkeppnislegt aðhald getur það leitt til þess að of margir samkeppnishamlandi samrunar nái fram að ganga. Sé aðhaldið vanmetið getur það leitt til þess að hlutast sé til um samruna sem ekki skaða samkeppni. Því er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið ofmeti hvorki né vanmeti það erlenda samkeppnislega aðhald sem er til staðar í hverju máli hverju sinni. Það þjónar best hagsmunum íslenskra neytenda og fyrirtækja. Fyrirvari: Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.Höfundur er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun