Fall WOW air katastrófa fyrir Airport Associates Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 28. mars 2019 11:26 Sigurþór Kristinn segir þetta skelfilega niðurstöðu. Skaðleg áhrif á fyrirtæki hans blasi við en víst er að áhrif á þjóðarbúið allt verða mikil og neikvæð. visir/vilhelm Hópur áhugasamra fjárfesta sátu með Arctica Finance og lögmanni kröfuhafa WOW air í alla nótt og reyndu þeir að ná samningum. Það var að ganga saman þegar vélar WOW air voru kyrrsettar úti og þá byrjaði kapallinn að rakna upp. Þá var það búið. Þetta segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, þjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli. Hann var fyrr í vikunni bjartsýnn á að það tækist að bjarga WOW air og hann fer ekki leynt með að þessi niðurstaða, að félagið sé fallið, séu gríðarleg vonbrigði. Því það hafi verið raunveruleg tækifæri til að bjarga fyrirtækinu.WOW air stærsti viðskiptavinur Airport Associates Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður fór og hitti Sigþór Kristinn úti á Keflavíkurflugvelli nú í morgun. Sigþór Kristinn var daufur í dálkinn, sem von er. Fréttirnar í morgun eru reiðarslag; katastrófa. „Þessi hætta hefur alltaf verið fyrir hendi. Að flugvélaleigusalar hafi verið hræddir. Og, þori hreinlega ekki að senda vélarnar hingað til Íslands. Jú, þetta var hættan, að þetta gæti endað svona.“Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates stendur nú frammi fyrir því að þurfa að enduskipuleggja fyrirtæki sitt og mjög líklega kemur til uppsagna þar.visir/vilhelmSigþór Kristinn sá það fyrst í morgun, í fréttum, að búið væri að kyrrsetja vélarnar. Hann segir að áhrif þessa á sitt fyrirtæki séu mikil. Augljóslega. „WOW air er okkar stærsti viðskiptavinur þannig að þetta kallar á endurskipulagningu og við þurfum að vinna í breytingum á fyrirtækinu.“ Mjög líklega kemur til uppsagna hjá Airport Associates í kjölfar þrota WOW air.Starfsemin í uppnámi „Næstu skref fyrir okkur er endurskipulagning starfseminnar miðað við þessa nýju stöðu. Staðan almennt, vegna þessara tíðinda, er alls ekki góð. Á sama tíma og WOW er að fara eru vandræði vegna þessa Max véla. Ég held að þetta verði áfall fyrir allt þjóðarbúið.“Vandræði Icelandair vegna þessara nýju Boeing Max, höfðu þau áhrif á að leigusalarnir kyrrsettu vélarnar?„Já, alveg klárlega. Það er gríðarleg eftirspurn eftir flugvélum núna. Verðið hefur verið að fara upp. Hættan er sú; ók, eiga þessir leigusalar að taka áhættuna á því að félagið fari í þrot og vélarnar verði kyrrsettar hér á Keflavíkurflugvelli vegna skulda eða eiga þeir að koma þeim í önnur verkefni sem eru betur borguð? Þetta var alltaf ákveðin hætta.“Höfuðstöðvar Airport Associates nú í morgun. Starfsfólkið þar er í áfalli vegna frétta dagsins, um þrot Wow air en það flugfélag er stærsti viðskiptavinur þjónustufyrirtæksins.visir/vilhelmFjárhagslegt áfall fyrir fyrirtæki Sigþórs Kristins eru mikið, en þó ekki með beinum hætti. Móðurfélag Airport Associates var með tiltölulega lága upphæð í skuldabréfahópi. Hið þunga fjárhagsleg höggið felst í því að starfsemin er keyrð niður en ekki vegna útistandandi skulda.Starfsfólk í áfalli Stjórnendur Airport Associates fóru strax í morgun, þá er tíðindin lágu fyrir, í allar deildir fyrirtækisins og ræddu við starfsfólk, eftir föngum. „Augljóslega er fullt af öðrum flugfélögum sem við erum að afgreiða og við þurfum að halda sjó. Það eru allir í áfalli vegna þessa og erfitt að geta ekki bara farið heim útaf þessu sjokki. En, í sjálfu sér er fullt af öðrum flugfélögum sem þarf að þjónusta.En, já, starfsfólkið er í áfalli en hefur tekið þessum tíðindum af stillingu. Þær upplýsingar sem við fengum í flugstöðinni í morgun, farþegar voru að sýna þessu stillingu. Áhrifin á Airport Associates til skamms tíma verða mikil vegna þessa, Wow air var stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. En, Sigþór Kristinn telur að það muni jafna sig til lengri tíma litið. „Það fyllist uppí þetta stóra gat en það er ekki að fara að gerast fyrir þetta sumar. Öll flugfélög löngu skipulagt starfsemi sína fyrir það.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. 28. mars 2019 10:52 Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hópur áhugasamra fjárfesta sátu með Arctica Finance og lögmanni kröfuhafa WOW air í alla nótt og reyndu þeir að ná samningum. Það var að ganga saman þegar vélar WOW air voru kyrrsettar úti og þá byrjaði kapallinn að rakna upp. Þá var það búið. Þetta segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, þjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli. Hann var fyrr í vikunni bjartsýnn á að það tækist að bjarga WOW air og hann fer ekki leynt með að þessi niðurstaða, að félagið sé fallið, séu gríðarleg vonbrigði. Því það hafi verið raunveruleg tækifæri til að bjarga fyrirtækinu.WOW air stærsti viðskiptavinur Airport Associates Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður fór og hitti Sigþór Kristinn úti á Keflavíkurflugvelli nú í morgun. Sigþór Kristinn var daufur í dálkinn, sem von er. Fréttirnar í morgun eru reiðarslag; katastrófa. „Þessi hætta hefur alltaf verið fyrir hendi. Að flugvélaleigusalar hafi verið hræddir. Og, þori hreinlega ekki að senda vélarnar hingað til Íslands. Jú, þetta var hættan, að þetta gæti endað svona.“Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates stendur nú frammi fyrir því að þurfa að enduskipuleggja fyrirtæki sitt og mjög líklega kemur til uppsagna þar.visir/vilhelmSigþór Kristinn sá það fyrst í morgun, í fréttum, að búið væri að kyrrsetja vélarnar. Hann segir að áhrif þessa á sitt fyrirtæki séu mikil. Augljóslega. „WOW air er okkar stærsti viðskiptavinur þannig að þetta kallar á endurskipulagningu og við þurfum að vinna í breytingum á fyrirtækinu.“ Mjög líklega kemur til uppsagna hjá Airport Associates í kjölfar þrota WOW air.Starfsemin í uppnámi „Næstu skref fyrir okkur er endurskipulagning starfseminnar miðað við þessa nýju stöðu. Staðan almennt, vegna þessara tíðinda, er alls ekki góð. Á sama tíma og WOW er að fara eru vandræði vegna þessa Max véla. Ég held að þetta verði áfall fyrir allt þjóðarbúið.“Vandræði Icelandair vegna þessara nýju Boeing Max, höfðu þau áhrif á að leigusalarnir kyrrsettu vélarnar?„Já, alveg klárlega. Það er gríðarleg eftirspurn eftir flugvélum núna. Verðið hefur verið að fara upp. Hættan er sú; ók, eiga þessir leigusalar að taka áhættuna á því að félagið fari í þrot og vélarnar verði kyrrsettar hér á Keflavíkurflugvelli vegna skulda eða eiga þeir að koma þeim í önnur verkefni sem eru betur borguð? Þetta var alltaf ákveðin hætta.“Höfuðstöðvar Airport Associates nú í morgun. Starfsfólkið þar er í áfalli vegna frétta dagsins, um þrot Wow air en það flugfélag er stærsti viðskiptavinur þjónustufyrirtæksins.visir/vilhelmFjárhagslegt áfall fyrir fyrirtæki Sigþórs Kristins eru mikið, en þó ekki með beinum hætti. Móðurfélag Airport Associates var með tiltölulega lága upphæð í skuldabréfahópi. Hið þunga fjárhagsleg höggið felst í því að starfsemin er keyrð niður en ekki vegna útistandandi skulda.Starfsfólk í áfalli Stjórnendur Airport Associates fóru strax í morgun, þá er tíðindin lágu fyrir, í allar deildir fyrirtækisins og ræddu við starfsfólk, eftir föngum. „Augljóslega er fullt af öðrum flugfélögum sem við erum að afgreiða og við þurfum að halda sjó. Það eru allir í áfalli vegna þessa og erfitt að geta ekki bara farið heim útaf þessu sjokki. En, í sjálfu sér er fullt af öðrum flugfélögum sem þarf að þjónusta.En, já, starfsfólkið er í áfalli en hefur tekið þessum tíðindum af stillingu. Þær upplýsingar sem við fengum í flugstöðinni í morgun, farþegar voru að sýna þessu stillingu. Áhrifin á Airport Associates til skamms tíma verða mikil vegna þessa, Wow air var stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. En, Sigþór Kristinn telur að það muni jafna sig til lengri tíma litið. „Það fyllist uppí þetta stóra gat en það er ekki að fara að gerast fyrir þetta sumar. Öll flugfélög löngu skipulagt starfsemi sína fyrir það.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. 28. mars 2019 10:52 Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. 28. mars 2019 10:52
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07