Breytingar hjá Isavia verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. mars 2019 16:16 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31