Breytingar hjá Isavia verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. mars 2019 16:16 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31