Flugvélar sem reðurtákn Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 13:29 Nú eru uppi þær umdeildu kenningar að eigendur flugfélaga séu upp til hópa ábyrgðarlausir karlmenn og því sé nú svo illa komið með flugrekstur. Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines. Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines.
Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning