Verðhækkanir hjá Tesla Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 08:27 Helmingi færri Teslaumboðum verður lokað en upphaflega var lagt upp með. Á móti verður verð hækkað. Vísir/EPA Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að hækka verð um 3% að meðaltali en halda einhverjum verslunum sínum opnum áfram. Fyrirtækið hafði áður tilkynnt um áform um að öllum verslunum yrði lokað og sala á bílum færðist alfarið yfir á netið. Verðhækkunin á ekki að ná til nýju Model 3-útgáfu Tesla. Fyrirtækið ætlaði að loka umboðum til þess að geta lækkað verðið á þeirri tegund, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri verslunum verður lokað en upphaflega var lagt upp með. Verðið á Model 3 á að lækka en í staðinn ætlar Tesla að hækka verð á dýrari útgáfu bílsins en einnig á Model S og X. Verðhækkunin tekur gildi 18. mars. Tesla hefur leitast við að draga úr kostnaði á undanförnum misserum en Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, segir að bílar þess séu enn of dýrir fyrir venjulegt fólk. Í janúar tilkynnti Tesla að um 3.000 af um 45.000 starfsmönnum yrði sagt upp. Tesla Tengdar fréttir Tesla sparkar 3000 starfsmönnum Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. 18. janúar 2019 11:20 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að hækka verð um 3% að meðaltali en halda einhverjum verslunum sínum opnum áfram. Fyrirtækið hafði áður tilkynnt um áform um að öllum verslunum yrði lokað og sala á bílum færðist alfarið yfir á netið. Verðhækkunin á ekki að ná til nýju Model 3-útgáfu Tesla. Fyrirtækið ætlaði að loka umboðum til þess að geta lækkað verðið á þeirri tegund, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri verslunum verður lokað en upphaflega var lagt upp með. Verðið á Model 3 á að lækka en í staðinn ætlar Tesla að hækka verð á dýrari útgáfu bílsins en einnig á Model S og X. Verðhækkunin tekur gildi 18. mars. Tesla hefur leitast við að draga úr kostnaði á undanförnum misserum en Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, segir að bílar þess séu enn of dýrir fyrir venjulegt fólk. Í janúar tilkynnti Tesla að um 3.000 af um 45.000 starfsmönnum yrði sagt upp.
Tesla Tengdar fréttir Tesla sparkar 3000 starfsmönnum Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. 18. janúar 2019 11:20 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tesla sparkar 3000 starfsmönnum Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. 18. janúar 2019 11:20