Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Daðey Albertsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:34 Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. Loftslagskvíði (e. climate anxiety). Það útskýrir svo margt. Þetta hefur verið að valda mér stigvaxandi hugarangri síðustu ár. Loftslagsbreytingar er eitthvað sem við heyrum meira og meira af í almennri umræðu og fólk er að verða meðvitaðara um áhrifin sem líferni okkar hefur á jörðina. Ég kvíði auðvitað allskonar hlutum. Ég er í framhaldsnámi með meðfylgjandi fjárhagsáhyggjum og álagi auk þess sem ég á ungt barn. En þegar uppi er staðið þá lifi ég auðvitað í eintómum lúxus. Með hús, bíl, barn, góða vini og sterkt bakland. Það verður hinsvegar að engu þegar hugurinn fer á flug. Loftslagsbreytingar. Ég hugsa mörgum sinnum á dag um það hvað er að verða um plánetuna okkar. Ég fæ kvíðahnút í magann og sting í hjartað þegar svörtustu hugsanirnar skjóta upp kollinum: við erum búin að eyðileggja plánetuna okkar og það er ekki aftur snúið. Lífið, eins og við þekkjum það, verður ekki svona eftir einhver ár, börnin okkar munu þurfa að takast á við afleiðingar þess lífernis sem ég og foreldrar mínir völdum okkur því við vorum ekki meðvituð um áhrifin sem það hafði á vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar er staðreynd og afleiðingarnar skelfilegar. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að gera það sem er í mínu valdi til að minnka þessi áhrif. Eins og svo margir aðrir fór ég að flokka sorpið mitt, draga úr neyslunni, minnka kjötát, reyna eftir fremsta megni að kaupa innlent, nota ekki plastpoka og hef frá upphafi verið með barnið mitt í taubleyjum. Næst ætla ég að fá mér moltutunnu og byrja að rækta grænmeti á svölunum. Hljómar frekar vel, ekki satt? En svo kaupi ég líka of mikið af vörum í plastumbúðum og fer til útlanda einu sinni á ári. Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hverjum morgni í díselbílnum mínum á nagladekkjunum. Ég heyri í nöglunum á malbikinu sem þyrla upp svifrykinu. Á sama tíma og mér finnst ég vera að gera allt sem ég get þá veit ég að ég er ekki að gera næstum því nóg. Á sama tíma og mér finnst það vera skylda mín sem samfélagsþegn að gera mitt besta þá fallast mér hendur því ég veit að það eru aðrir sem eru ekki einu sinni að pæla í þessu. Aðrir sem leyfa sér það sem þeir vilja og veslast ekki upp í loftslagskvíða yfir því hverjar afleiðingar neyslu þeirra á plánetuna okkar eru. Hvað á ég þá að gera? Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les fréttir um sænska stúdendin hana Gretu Thunberg sem hrinti af stað byltingu þar sem að skólakrakkar um allan heim eru farnir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég fyllist baráttuanda og ákveð að nú sé kominn tími fyrir mig til að taka þátt og gera eitthvað í þessu vandamáli sem á hug minn allan. En svo man ég að ég get með engu móti keyrt úr Mosó niður á Austurvöll á díselbílnum mínum til að taka þátt í mótmælum. Þvílík hræsni væri það? Þá kem ég aftur að spurningunni hvað á ég að gera? Get ég gert meira? Hafa aðgerðir mínar einhver minnstu áhrif á heildina litið? Er þetta yfir höfuð í mínum höndum eða er það í höndum stjórnvalda að setja fyrirtækjum þrengri ramma og knýja fram þessar breytingar? Ég gæti lagt bílnum og byrjað að nota almenningssamgöngur. Væri það nóg? Eða á ég að hugsa, skítt með það, það litla sem ég nú þegar geri er nóg. Næsta kynslóð verður enn upplýstari og nær að knýja fram breytingar sem verða til þess að ég og börnin mín munum geta lifað á þessari jörð án þess að lifa í stöðugum ótta við það að jörðin hlýni um of og að við getum ekki snúið þróuninni við. Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum þá er þrennt í stöðunni. Að flýja, frjósa eða berjast. Kvíðinn er nefnilega lífsnauðsynlegt viðbragð sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við í þessum aðstæðum og eykur líkur þess að komast af. Er þá ekki kominn tími til að nýta þennan kvíða til framkvæmda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur frá lífshættu? Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verðum við að berjast. Í þættinum Hvað höfum við gert? sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld var dregin upp ansi svört en raunsæ mynd af vandanum. Við höfum 10 ár til að gera róttækar breytingar á lífsstílnum okkar annars verður ekki aftur snúið. Því skulum við standa saman, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það að svörtustu spárnar verði að veruleika. Mætum á mótmæli (þó svo að við eigum díselbíla), minnkum neyslu, kaupum innlent, fækkum ferðalögum, notum almenningssamgöngur, flokkum sorpið okkar, minnkum kjötát, notum taubleyjur á börnin okkar og listinn heldur áfram. Það sem skiptir mestu máli, ekki gera ekki neitt. Enginn er fullkominn og margt smátt gerir eitt stór. Það sem ég ætla að gera núna er að hætta að kaupa nýjar flíkur og fá mér moltutunnu. Hvað ætlar þú að gera?Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. Loftslagskvíði (e. climate anxiety). Það útskýrir svo margt. Þetta hefur verið að valda mér stigvaxandi hugarangri síðustu ár. Loftslagsbreytingar er eitthvað sem við heyrum meira og meira af í almennri umræðu og fólk er að verða meðvitaðara um áhrifin sem líferni okkar hefur á jörðina. Ég kvíði auðvitað allskonar hlutum. Ég er í framhaldsnámi með meðfylgjandi fjárhagsáhyggjum og álagi auk þess sem ég á ungt barn. En þegar uppi er staðið þá lifi ég auðvitað í eintómum lúxus. Með hús, bíl, barn, góða vini og sterkt bakland. Það verður hinsvegar að engu þegar hugurinn fer á flug. Loftslagsbreytingar. Ég hugsa mörgum sinnum á dag um það hvað er að verða um plánetuna okkar. Ég fæ kvíðahnút í magann og sting í hjartað þegar svörtustu hugsanirnar skjóta upp kollinum: við erum búin að eyðileggja plánetuna okkar og það er ekki aftur snúið. Lífið, eins og við þekkjum það, verður ekki svona eftir einhver ár, börnin okkar munu þurfa að takast á við afleiðingar þess lífernis sem ég og foreldrar mínir völdum okkur því við vorum ekki meðvituð um áhrifin sem það hafði á vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar er staðreynd og afleiðingarnar skelfilegar. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að gera það sem er í mínu valdi til að minnka þessi áhrif. Eins og svo margir aðrir fór ég að flokka sorpið mitt, draga úr neyslunni, minnka kjötát, reyna eftir fremsta megni að kaupa innlent, nota ekki plastpoka og hef frá upphafi verið með barnið mitt í taubleyjum. Næst ætla ég að fá mér moltutunnu og byrja að rækta grænmeti á svölunum. Hljómar frekar vel, ekki satt? En svo kaupi ég líka of mikið af vörum í plastumbúðum og fer til útlanda einu sinni á ári. Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hverjum morgni í díselbílnum mínum á nagladekkjunum. Ég heyri í nöglunum á malbikinu sem þyrla upp svifrykinu. Á sama tíma og mér finnst ég vera að gera allt sem ég get þá veit ég að ég er ekki að gera næstum því nóg. Á sama tíma og mér finnst það vera skylda mín sem samfélagsþegn að gera mitt besta þá fallast mér hendur því ég veit að það eru aðrir sem eru ekki einu sinni að pæla í þessu. Aðrir sem leyfa sér það sem þeir vilja og veslast ekki upp í loftslagskvíða yfir því hverjar afleiðingar neyslu þeirra á plánetuna okkar eru. Hvað á ég þá að gera? Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les fréttir um sænska stúdendin hana Gretu Thunberg sem hrinti af stað byltingu þar sem að skólakrakkar um allan heim eru farnir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég fyllist baráttuanda og ákveð að nú sé kominn tími fyrir mig til að taka þátt og gera eitthvað í þessu vandamáli sem á hug minn allan. En svo man ég að ég get með engu móti keyrt úr Mosó niður á Austurvöll á díselbílnum mínum til að taka þátt í mótmælum. Þvílík hræsni væri það? Þá kem ég aftur að spurningunni hvað á ég að gera? Get ég gert meira? Hafa aðgerðir mínar einhver minnstu áhrif á heildina litið? Er þetta yfir höfuð í mínum höndum eða er það í höndum stjórnvalda að setja fyrirtækjum þrengri ramma og knýja fram þessar breytingar? Ég gæti lagt bílnum og byrjað að nota almenningssamgöngur. Væri það nóg? Eða á ég að hugsa, skítt með það, það litla sem ég nú þegar geri er nóg. Næsta kynslóð verður enn upplýstari og nær að knýja fram breytingar sem verða til þess að ég og börnin mín munum geta lifað á þessari jörð án þess að lifa í stöðugum ótta við það að jörðin hlýni um of og að við getum ekki snúið þróuninni við. Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum þá er þrennt í stöðunni. Að flýja, frjósa eða berjast. Kvíðinn er nefnilega lífsnauðsynlegt viðbragð sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við í þessum aðstæðum og eykur líkur þess að komast af. Er þá ekki kominn tími til að nýta þennan kvíða til framkvæmda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur frá lífshættu? Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verðum við að berjast. Í þættinum Hvað höfum við gert? sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld var dregin upp ansi svört en raunsæ mynd af vandanum. Við höfum 10 ár til að gera róttækar breytingar á lífsstílnum okkar annars verður ekki aftur snúið. Því skulum við standa saman, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það að svörtustu spárnar verði að veruleika. Mætum á mótmæli (þó svo að við eigum díselbíla), minnkum neyslu, kaupum innlent, fækkum ferðalögum, notum almenningssamgöngur, flokkum sorpið okkar, minnkum kjötát, notum taubleyjur á börnin okkar og listinn heldur áfram. Það sem skiptir mestu máli, ekki gera ekki neitt. Enginn er fullkominn og margt smátt gerir eitt stór. Það sem ég ætla að gera núna er að hætta að kaupa nýjar flíkur og fá mér moltutunnu. Hvað ætlar þú að gera?Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun