Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 07:36 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. Vísir/ap Tala þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch á föstudag er komin upp í fimmtíu. Þetta staðfestir nýsjálenska lögreglan sem sagði að þetta hefði komið í ljós í gærkvöldi þegar unnið var að því að færa líkin úr annarri moskunni; Al Noor þar sem flest fórnarlambanna létu lífið. Brenton Harris Tarrant, 28 ára yfirlýstur fasisti, sem framdi ódæðið var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og honum gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Mike Bush, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að ekki væri búið að birta lista yfir fórnarlömbin en nýsjálensk lögregluyfirvöld hafa þó náð sambandi við fjölskyldur þeirra sem létust í hryðjuverkunum. Fimmtíu létust í árásinni en aðrir fimmtíu særðust og af þeim fimmtíu eru 34 sem enn eru á spítala. Tólf hinna særðu eru taldir vera í lífshættu og þar á meðal fjögurra ára stúlka. Tarrant er sá eini sem er í varðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morðin. Upphaflega voru þrír aðrir handteknir en það kom fljótlega í ljós að þeir tengdust ódæðinu ekki. Nýsjálensk lögregluyfirvöld eru þó ekki búin að útiloka að fleiri gætu hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna en lögreglustjórinn segist bjartsýnn á að geta haft skýrari mynd af atburðarrásinni innan fárra daga.Nýsjálenska lögreglan hefur náð sambandi við fjölskyldur hinna látnu.Vísir/ap Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Tala þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch á föstudag er komin upp í fimmtíu. Þetta staðfestir nýsjálenska lögreglan sem sagði að þetta hefði komið í ljós í gærkvöldi þegar unnið var að því að færa líkin úr annarri moskunni; Al Noor þar sem flest fórnarlambanna létu lífið. Brenton Harris Tarrant, 28 ára yfirlýstur fasisti, sem framdi ódæðið var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og honum gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Mike Bush, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að ekki væri búið að birta lista yfir fórnarlömbin en nýsjálensk lögregluyfirvöld hafa þó náð sambandi við fjölskyldur þeirra sem létust í hryðjuverkunum. Fimmtíu létust í árásinni en aðrir fimmtíu særðust og af þeim fimmtíu eru 34 sem enn eru á spítala. Tólf hinna særðu eru taldir vera í lífshættu og þar á meðal fjögurra ára stúlka. Tarrant er sá eini sem er í varðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morðin. Upphaflega voru þrír aðrir handteknir en það kom fljótlega í ljós að þeir tengdust ódæðinu ekki. Nýsjálensk lögregluyfirvöld eru þó ekki búin að útiloka að fleiri gætu hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna en lögreglustjórinn segist bjartsýnn á að geta haft skýrari mynd af atburðarrásinni innan fárra daga.Nýsjálenska lögreglan hefur náð sambandi við fjölskyldur hinna látnu.Vísir/ap
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53