Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 07:36 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. Vísir/ap Tala þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch á föstudag er komin upp í fimmtíu. Þetta staðfestir nýsjálenska lögreglan sem sagði að þetta hefði komið í ljós í gærkvöldi þegar unnið var að því að færa líkin úr annarri moskunni; Al Noor þar sem flest fórnarlambanna létu lífið. Brenton Harris Tarrant, 28 ára yfirlýstur fasisti, sem framdi ódæðið var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og honum gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Mike Bush, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að ekki væri búið að birta lista yfir fórnarlömbin en nýsjálensk lögregluyfirvöld hafa þó náð sambandi við fjölskyldur þeirra sem létust í hryðjuverkunum. Fimmtíu létust í árásinni en aðrir fimmtíu særðust og af þeim fimmtíu eru 34 sem enn eru á spítala. Tólf hinna særðu eru taldir vera í lífshættu og þar á meðal fjögurra ára stúlka. Tarrant er sá eini sem er í varðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morðin. Upphaflega voru þrír aðrir handteknir en það kom fljótlega í ljós að þeir tengdust ódæðinu ekki. Nýsjálensk lögregluyfirvöld eru þó ekki búin að útiloka að fleiri gætu hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna en lögreglustjórinn segist bjartsýnn á að geta haft skýrari mynd af atburðarrásinni innan fárra daga.Nýsjálenska lögreglan hefur náð sambandi við fjölskyldur hinna látnu.Vísir/ap Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Tala þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch á föstudag er komin upp í fimmtíu. Þetta staðfestir nýsjálenska lögreglan sem sagði að þetta hefði komið í ljós í gærkvöldi þegar unnið var að því að færa líkin úr annarri moskunni; Al Noor þar sem flest fórnarlambanna létu lífið. Brenton Harris Tarrant, 28 ára yfirlýstur fasisti, sem framdi ódæðið var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og honum gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Mike Bush, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að ekki væri búið að birta lista yfir fórnarlömbin en nýsjálensk lögregluyfirvöld hafa þó náð sambandi við fjölskyldur þeirra sem létust í hryðjuverkunum. Fimmtíu létust í árásinni en aðrir fimmtíu særðust og af þeim fimmtíu eru 34 sem enn eru á spítala. Tólf hinna særðu eru taldir vera í lífshættu og þar á meðal fjögurra ára stúlka. Tarrant er sá eini sem er í varðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morðin. Upphaflega voru þrír aðrir handteknir en það kom fljótlega í ljós að þeir tengdust ódæðinu ekki. Nýsjálensk lögregluyfirvöld eru þó ekki búin að útiloka að fleiri gætu hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna en lögreglustjórinn segist bjartsýnn á að geta haft skýrari mynd af atburðarrásinni innan fárra daga.Nýsjálenska lögreglan hefur náð sambandi við fjölskyldur hinna látnu.Vísir/ap
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53