Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 14:33 Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan. IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan.
IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira