Nýtum færið Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2019 07:00 Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun