
Stjórnarformaður Glitnis Holdco með 102 þúsund á tímann

Stjórnarformaður Glitnis Holdco heitir Mike Wheeler en samkvæmt þessum tillögum, sem lagðar verða fyrir aðalfundinn sem fer fram á fimmtudag, fær þrjátíu þúsund evrur, eða því sem nemur um 4,1 milljón króna, greiddar fyrir vinnu sínu á ári.
Miðast greiðslan við að Wheeler vinni fimm heila starfsdaga á árinu. Almennir stjórnarmenn, sem eru Steen Parsholt og Tom Grøndahl, fá 20 þúsund evrur hvor, um 2,7 milljónir króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir fjóra heila vinnudaga á ári. Þurfi þeir að vinna umfram þessa daga fá þeir greiddar fimm þúsund evrur aukalega, eða því sem nemur um 680 þúsund krónum.
Nemur því tímakaup Wheelers um 102 þúsund krónum en tímakaup Parhilt og Grøndahl um 85 þúsund krónum á tímann.
Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.
Tengdar fréttir

Glitnistoppar hafa tryggt sér allt að 1.500 milljóna króna bónus
Þrír stjórnarmenn Glitnis HoldCo, ásamt nokkrum íslenskum lykilstarfsmönnum eignarhaldsfélagsins hér á landi, hafa nú þegar tryggt sér samanlagt á bilinu um 875 til 1.525 milljónir í bónus.

Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis
Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna.

Glitnir hyggst greiða 2.700 milljónir króna í bónus til lykilmanna
Greiðslur félagsins vegna bónusa til þriggja stjórnarmanna Glitnis HoldCo eru áætlaðar um 2.000 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur, meðal annars íslenskir starfsmenn, fá um 700 milljónir.

Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði
Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun.

Segir Glitni borga mun hærri stjórnarlaun en einn stærsti banki heims
Óttar Guðjónsson telur laun stjórnarmanna í Glitni HoldCo úr öllu samhengi við það sem eðlilegt geti talist.