Ákærður í Noregi fyrir kynferðisbrot gegn 263 börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:44 Maðurinn kom sér m.a. í samband við drengina í gegnum samskiptaforritið Skype. Getty/ Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast. Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast.
Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19