Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 08:19 Maðurinn setti sig í samband við drengina í gegnum Snapchat og spjallþræði á netinu. Getty/Thomas Trutschel Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019. Norðurlönd Noregur Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019.
Norðurlönd Noregur Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira