Tekjur Bláa lónsins 15,5 milljarðar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:45 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri ársskýrslu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanadíska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríflega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildarafkoma ferðaþjónustufyrirtækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsvísir/pjeturAðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mánuðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrargjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var neikvæð um 3,1 milljarð króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Innergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri ársskýrslu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanadíska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríflega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildarafkoma ferðaþjónustufyrirtækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsvísir/pjeturAðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mánuðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrargjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var neikvæð um 3,1 milljarð króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Innergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira