Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 07:30 Guo Ping, stjórnarformaður Huawei, á blaðamannafundi í Shenzhen þar sem hann var spurður um málsóknina. Vísir/EPA Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran. Bandaríkin Kína Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran.
Bandaríkin Kína Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira