Byggingarfélag Hótels Varmalands í 350 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:45 Félagið hélt utan um framkvæmdir við Húsmæðraskólann á Varmalandi, sem breytt var í hótel. Vísir/Hanna Ekkert fékkst upp í rúmlega 350 milljóna kröfur í þrotabú byggingafélagsins Lava-Hótel Varmaland, sem skömmu fyrir gjaldþrotið tók upp heitið L.H.V. ehf. Félagið hafði haldið utan um umfangsmiklar breytingar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, sem seldur var undir hótelstarfsemi árið 2015. Framkvæmdir við hótelið stöðvuðust hins vegar síðastliðið sumar og var ekki framhaldið fyrr en skipt var um eigendur um haustið. Kaupandinn var Meiriháttar ehf. sem er í eigu þeirra Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem í dag stýra fólksflutningafyrirtækinu Gray Line, í gegnum félagið Varmaland ehf. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta haust að þeir Sigurdór hefðu keypt hótelið á Varmalandi af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Meiriháttar ehf. átti 27,8 prósent hlut í hinu gjaldþrota L.H.V. á móti 72,2 prósentum Iceland Incoming ehf. Síðarnefnda félagið átti hæsta boðið í húsnæði Húsmæðraskólans árið 2015, en tilboð félagsins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Félagið var jafnframt eitt þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans, sem ætlað var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var þannig gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Samkvæmt úttekt Markaðarins nam þátttaka Iceland Incoming í fjárfestingarleiðinni um 718 milljónum króna. Þrátt fyrir fyrrnefnt gjaldþrot stendur til að opna hótel Varmaland í byrjun júní. Fasteignin var seld út úr L.H.V. fyrir gjaldþrotið, auk þess sem hið nýja félag tók yfir áhvílandi veðskuldir. Skiptastjóri bús L.H.V. segir í samtalið við Fréttablaðið að kröfuhafarnir hafi einkum verið verktakar og birgjar sem komu að uppbyggingu hótelsins. Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Ekkert fékkst upp í rúmlega 350 milljóna kröfur í þrotabú byggingafélagsins Lava-Hótel Varmaland, sem skömmu fyrir gjaldþrotið tók upp heitið L.H.V. ehf. Félagið hafði haldið utan um umfangsmiklar breytingar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, sem seldur var undir hótelstarfsemi árið 2015. Framkvæmdir við hótelið stöðvuðust hins vegar síðastliðið sumar og var ekki framhaldið fyrr en skipt var um eigendur um haustið. Kaupandinn var Meiriháttar ehf. sem er í eigu þeirra Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem í dag stýra fólksflutningafyrirtækinu Gray Line, í gegnum félagið Varmaland ehf. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta haust að þeir Sigurdór hefðu keypt hótelið á Varmalandi af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Meiriháttar ehf. átti 27,8 prósent hlut í hinu gjaldþrota L.H.V. á móti 72,2 prósentum Iceland Incoming ehf. Síðarnefnda félagið átti hæsta boðið í húsnæði Húsmæðraskólans árið 2015, en tilboð félagsins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Félagið var jafnframt eitt þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans, sem ætlað var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var þannig gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Samkvæmt úttekt Markaðarins nam þátttaka Iceland Incoming í fjárfestingarleiðinni um 718 milljónum króna. Þrátt fyrir fyrrnefnt gjaldþrot stendur til að opna hótel Varmaland í byrjun júní. Fasteignin var seld út úr L.H.V. fyrir gjaldþrotið, auk þess sem hið nýja félag tók yfir áhvílandi veðskuldir. Skiptastjóri bús L.H.V. segir í samtalið við Fréttablaðið að kröfuhafarnir hafi einkum verið verktakar og birgjar sem komu að uppbyggingu hótelsins.
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00