Byggingarfélag Hótels Varmalands í 350 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:45 Félagið hélt utan um framkvæmdir við Húsmæðraskólann á Varmalandi, sem breytt var í hótel. Vísir/Hanna Ekkert fékkst upp í rúmlega 350 milljóna kröfur í þrotabú byggingafélagsins Lava-Hótel Varmaland, sem skömmu fyrir gjaldþrotið tók upp heitið L.H.V. ehf. Félagið hafði haldið utan um umfangsmiklar breytingar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, sem seldur var undir hótelstarfsemi árið 2015. Framkvæmdir við hótelið stöðvuðust hins vegar síðastliðið sumar og var ekki framhaldið fyrr en skipt var um eigendur um haustið. Kaupandinn var Meiriháttar ehf. sem er í eigu þeirra Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem í dag stýra fólksflutningafyrirtækinu Gray Line, í gegnum félagið Varmaland ehf. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta haust að þeir Sigurdór hefðu keypt hótelið á Varmalandi af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Meiriháttar ehf. átti 27,8 prósent hlut í hinu gjaldþrota L.H.V. á móti 72,2 prósentum Iceland Incoming ehf. Síðarnefnda félagið átti hæsta boðið í húsnæði Húsmæðraskólans árið 2015, en tilboð félagsins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Félagið var jafnframt eitt þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans, sem ætlað var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var þannig gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Samkvæmt úttekt Markaðarins nam þátttaka Iceland Incoming í fjárfestingarleiðinni um 718 milljónum króna. Þrátt fyrir fyrrnefnt gjaldþrot stendur til að opna hótel Varmaland í byrjun júní. Fasteignin var seld út úr L.H.V. fyrir gjaldþrotið, auk þess sem hið nýja félag tók yfir áhvílandi veðskuldir. Skiptastjóri bús L.H.V. segir í samtalið við Fréttablaðið að kröfuhafarnir hafi einkum verið verktakar og birgjar sem komu að uppbyggingu hótelsins. Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjá meira
Ekkert fékkst upp í rúmlega 350 milljóna kröfur í þrotabú byggingafélagsins Lava-Hótel Varmaland, sem skömmu fyrir gjaldþrotið tók upp heitið L.H.V. ehf. Félagið hafði haldið utan um umfangsmiklar breytingar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, sem seldur var undir hótelstarfsemi árið 2015. Framkvæmdir við hótelið stöðvuðust hins vegar síðastliðið sumar og var ekki framhaldið fyrr en skipt var um eigendur um haustið. Kaupandinn var Meiriháttar ehf. sem er í eigu þeirra Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem í dag stýra fólksflutningafyrirtækinu Gray Line, í gegnum félagið Varmaland ehf. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta haust að þeir Sigurdór hefðu keypt hótelið á Varmalandi af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Meiriháttar ehf. átti 27,8 prósent hlut í hinu gjaldþrota L.H.V. á móti 72,2 prósentum Iceland Incoming ehf. Síðarnefnda félagið átti hæsta boðið í húsnæði Húsmæðraskólans árið 2015, en tilboð félagsins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Félagið var jafnframt eitt þeirra sem tók þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans, sem ætlað var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var þannig gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Samkvæmt úttekt Markaðarins nam þátttaka Iceland Incoming í fjárfestingarleiðinni um 718 milljónum króna. Þrátt fyrir fyrrnefnt gjaldþrot stendur til að opna hótel Varmaland í byrjun júní. Fasteignin var seld út úr L.H.V. fyrir gjaldþrotið, auk þess sem hið nýja félag tók yfir áhvílandi veðskuldir. Skiptastjóri bús L.H.V. segir í samtalið við Fréttablaðið að kröfuhafarnir hafi einkum verið verktakar og birgjar sem komu að uppbyggingu hótelsins.
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjá meira
Milljón manns í 300 íbúa þorpi Tvö hundruð hótelherbergi bætast við framboðið í Vík í Mýrdal þar sem þegar er hægt að hýsa eitt þúsund næturgesti að sögn sveitarstjórans. Íbúar í Vík eru þrjú hundruð. Ný stór verslunarmiðstöð er í byggingu. 3. febrúar 2017 07:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent