Milljón manns í 300 íbúa þorpi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 ÁSgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. vísir/vilhelm „Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira