Launahækkun forsenda þess að hæft fólk fengist Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Launahækkanir Landsbankastjóra hafa vakið hörð viðbrögð og voru tilefni mótmæla í fyrradag. Fréttablaðið/Anton Hefðu laun bankastjóra Landsbankans ekki verið hækkuð um 1,2 milljónir króna á mánuði árið 2017 hefði verið erfiðara að finna hæfustu manneskjuna í starfið. Þetta segir formaður bankaráðs Landsbankans sem telur að í samanburði við aðra bankastjóra séu launin augljóslega ekki leiðandi og því hófleg upp á 3,8 milljónir króna á mánuði. Bankaráð Landsbankans svaraði í gær erindi Bankasýslu ríkisins sem óskað hafði skýringa á 82 prósenta hækkun launa Lilju Bjarkar Einarsdóttur á tímabilinu 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018. Bankaráðið ítrekar í svari sínu að í starfskjarastefnu bankans sé kveðið á um að laun skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Í ljósi þess að laun annarra bankastjóra séu verulega hærri en Landsbankastjóra, þá hafi launaákvarðanir verið í samræmi við þá stefnu. Aðspurð hvort óttast sé að missa bankastjórann ef ekki sé hægt að bjóða honum það sem álitið er samkeppnishæf laun í þessu samhengi segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, að starfskjarastefnan snúist um að laða að sér hæfasta starfsfólkið.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans.„Þess vegna er talið eðlilegt að við greiðum samkeppnishæf laun, en ekki leiðandi,“ segir Helga Björk. Steinþór Pálsson, forveri Lilju Bjarkar í bankastjórastóli, var um tíma með lægri laun en undirmenn hans og margfalt lægri laun en aðrir bankastjórar. Hann og bankaráðið gerðu ítrekaðar athugasemdir við kjörin, sem þá heyrði undir kjararáð, en þrátt fyrir þetta starfaði Steinþór í sex og hálft ár sem bankastjóri. Þar varð enginn atgervisflótti. En er staðan öðruvísi núna? Helga Björk segir að vonir hafi staðið til að það tæki styttri tíma að færa ákvörðunarvald launa frá kjararáði til stjórnanna. „Það er síðan tilviljun að við erum í ráðningarferli þegar lögunum er breytt. Það setti okkur auðvitað þrengri ramma. Við auglýstum eftir nýrri manneskju og sáum það að við gætum kannski ekki ráðið hæfasta fólkið ef það teldi sig vera að fá laun sem væru undir framkvæmdastjórum bankans og langt undir samanburðarfyrirtækjum eins og Íslandsbanka og Arion banka á þeim tíma. Þess vegna var þetta erfið ákvörðun og við þurftum að taka þetta í skrefum. Við litum svo á að við værum að nálgast starfskjarastefnuna í ársbyrjun 2017 og að 3,25 milljónir á mánuði væri að koma til móts við hana, væri hóflegt og alls ekki leiðandi,“ segir Helga Björk. Tíu mánuðum síðar kom til önnur launahækkun upp á 550 þúsund krónur á mánuði líkt og greint hefur verið frá. Aðspurð um árlega endurskoðun launa bankastjórans 1. apríl næstkomandi segir Helga Björk að vel geti verið að starfskjarastefnan breytist á komandi aðalfundi bankans, áður en til þeirrar endurskoðunar komi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. 19. febrúar 2019 11:50 Landsbankinn gefur ekki upp bílaflota bankatoppa Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. 14. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hefðu laun bankastjóra Landsbankans ekki verið hækkuð um 1,2 milljónir króna á mánuði árið 2017 hefði verið erfiðara að finna hæfustu manneskjuna í starfið. Þetta segir formaður bankaráðs Landsbankans sem telur að í samanburði við aðra bankastjóra séu launin augljóslega ekki leiðandi og því hófleg upp á 3,8 milljónir króna á mánuði. Bankaráð Landsbankans svaraði í gær erindi Bankasýslu ríkisins sem óskað hafði skýringa á 82 prósenta hækkun launa Lilju Bjarkar Einarsdóttur á tímabilinu 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018. Bankaráðið ítrekar í svari sínu að í starfskjarastefnu bankans sé kveðið á um að laun skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Í ljósi þess að laun annarra bankastjóra séu verulega hærri en Landsbankastjóra, þá hafi launaákvarðanir verið í samræmi við þá stefnu. Aðspurð hvort óttast sé að missa bankastjórann ef ekki sé hægt að bjóða honum það sem álitið er samkeppnishæf laun í þessu samhengi segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, að starfskjarastefnan snúist um að laða að sér hæfasta starfsfólkið.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans.„Þess vegna er talið eðlilegt að við greiðum samkeppnishæf laun, en ekki leiðandi,“ segir Helga Björk. Steinþór Pálsson, forveri Lilju Bjarkar í bankastjórastóli, var um tíma með lægri laun en undirmenn hans og margfalt lægri laun en aðrir bankastjórar. Hann og bankaráðið gerðu ítrekaðar athugasemdir við kjörin, sem þá heyrði undir kjararáð, en þrátt fyrir þetta starfaði Steinþór í sex og hálft ár sem bankastjóri. Þar varð enginn atgervisflótti. En er staðan öðruvísi núna? Helga Björk segir að vonir hafi staðið til að það tæki styttri tíma að færa ákvörðunarvald launa frá kjararáði til stjórnanna. „Það er síðan tilviljun að við erum í ráðningarferli þegar lögunum er breytt. Það setti okkur auðvitað þrengri ramma. Við auglýstum eftir nýrri manneskju og sáum það að við gætum kannski ekki ráðið hæfasta fólkið ef það teldi sig vera að fá laun sem væru undir framkvæmdastjórum bankans og langt undir samanburðarfyrirtækjum eins og Íslandsbanka og Arion banka á þeim tíma. Þess vegna var þetta erfið ákvörðun og við þurftum að taka þetta í skrefum. Við litum svo á að við værum að nálgast starfskjarastefnuna í ársbyrjun 2017 og að 3,25 milljónir á mánuði væri að koma til móts við hana, væri hóflegt og alls ekki leiðandi,“ segir Helga Björk. Tíu mánuðum síðar kom til önnur launahækkun upp á 550 þúsund krónur á mánuði líkt og greint hefur verið frá. Aðspurð um árlega endurskoðun launa bankastjórans 1. apríl næstkomandi segir Helga Björk að vel geti verið að starfskjarastefnan breytist á komandi aðalfundi bankans, áður en til þeirrar endurskoðunar komi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. 19. febrúar 2019 11:50 Landsbankinn gefur ekki upp bílaflota bankatoppa Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. 14. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37
Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45
Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. 19. febrúar 2019 11:50
Landsbankinn gefur ekki upp bílaflota bankatoppa Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. 14. febrúar 2019 07:15