Laun bankastjóra Íslandsbanka ekki leiðandi að mati stjórnar bankans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 10:25 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér. Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira