Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 21:17 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56