Ríkið endurgreiði sektir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Sektarákvarðanir bankans verði endurskoðaðar. Fréttablaðið/AntonBrink Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Sem kunnugt er birti umboðsmaður Alþingis í lok janúar álit vegna kvörtunar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð máls Þorsteins Más hjá Seðlabankanum hefði bankinn ekki tekið afstöðu til röksemda sem lutu að afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda. Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna króna stjórnvaldssekt á Þorstein Má en hann var meðal annars sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjármálafyrirtækis. Þorsteinn Már hélt því hins vegar fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Vegna álits umboðsmanns Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkissaksóknara bréf þar sem þess var óskað að ríkissaksóknari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda sem fram komu í fyrri ákvörðunum hans, að því er rakið var í tilkynningu Seðlabankans. „Í svarbréfi ríkissaksóknara sem barst Seðlabankanum undir lok síðustu viku segir að mat hans sé að reglur um gjaldeyrismál gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru lögfestar með lögum nr. 127/2011.“ Með bréfinu er þar með tekinn af allur vafi um að mat ríkissaksóknara, sem æðsta handhafa ákæruvalds, sé að reglusetningarheimild í bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd skilyrði um framsal lagasetningarvalds og skýrleika refsiheimilda. Þar með gætu reglur um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, ekki talist gildar sem refsiheimild,“ segir í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Sem kunnugt er birti umboðsmaður Alþingis í lok janúar álit vegna kvörtunar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð máls Þorsteins Más hjá Seðlabankanum hefði bankinn ekki tekið afstöðu til röksemda sem lutu að afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda. Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna króna stjórnvaldssekt á Þorstein Má en hann var meðal annars sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjármálafyrirtækis. Þorsteinn Már hélt því hins vegar fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Vegna álits umboðsmanns Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkissaksóknara bréf þar sem þess var óskað að ríkissaksóknari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda sem fram komu í fyrri ákvörðunum hans, að því er rakið var í tilkynningu Seðlabankans. „Í svarbréfi ríkissaksóknara sem barst Seðlabankanum undir lok síðustu viku segir að mat hans sé að reglur um gjaldeyrismál gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru lögfestar með lögum nr. 127/2011.“ Með bréfinu er þar með tekinn af allur vafi um að mat ríkissaksóknara, sem æðsta handhafa ákæruvalds, sé að reglusetningarheimild í bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd skilyrði um framsal lagasetningarvalds og skýrleika refsiheimilda. Þar með gætu reglur um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, ekki talist gildar sem refsiheimild,“ segir í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15
Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent