Segja rímnakveðskapinn lifandi hefð og dýrmæta Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Hluti hópsins sem kemur fram á kvæðakvöldi Iðunnar. Frá vinstri Rósa Þorsteinsdóttir, Linus Orri Gunnarsson, Pétur Húni Björnsson, Bára Grímsdóttir og Kristín Lárusdóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en ekki verður posi á staðnum. CHRIS FOSTER Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira