Setja léttkolsýrðan kollagendrykk á markað Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Frá vinstri: Erla Anna Ágústsdóttir, Telma Björg Kristinsdóttir, Kristín Ýr Pétursdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir Nýr íslenskur og sykurlaus drykkur með viðbættu kollageni verður fáanlegur í verslunum á næstu dögum. Drykkurinn Collab var hannaður af Feel Iceland og Ölgerðinni, en Feel Iceland vinnu kollagen úr íslensku fiskroði. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Feel Iceland, segir að hugmyndavinnan hafi hafist fyrir tveimur árum. „Hugmyndin á bak við drykkinn er góð hráefni og við viljum alls ekki fara í felur með það. Dósirnar voru því hannaðar þannig að innihaldslýsingin er framan á þeim með vörumerkinu. Þú sérð greinilega hvað þú ert að drekka,“ segir Hrönn í samtali við Markaðinn. Feel Iceland hefur þróað og markaðssett fæðubótarefni og húðvörur sem eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. Markmiðið er að nýta auðlindir úr hafinu sem hafa ekki verið nýttar áður og jafnvel hent, til þess að láta fólki líða betur á náttúrulegan hátt og án þess að skaða umhverfið.Nýi drykkurinn. Nú bætist drykkur við vörulínuna en til að byrja með verða framleiddar tvær bragðtegundir; annars vegar ferskju- og mangóbragð og hins vegar límónu- og ylliblómabragð. „Það sem er líka skemmtilegt við þennan drykk er að það voru aðallega konur sem komu að hönnun, hugmyndavinnu og þess háttar,“ segir Hrönn. Hún segir að Collab sameini íslenskt hugvit og íslenskt hráefni. Enginn annar drykkur í heiminum sem inniheldur koffín og íslenskt kollagen sem er unnið úr fiskroði. „Feel Iceland kollagenið er eitt hreinasta prótein sem þú getur fengið, engin viðbætt aukaefni og unnið úr íslensku sjávarfangi. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá það í nægilegu magni. Eftir 25 ára aldur byrjar að hægja á framleiðslu líkamans á kollageni og því er mikilvægt að bæta það upp með einhverjum hætti.“ Spurð hvort Feel Iceland hafi í hyggju að sækja á erlenda markaði með Collab svarar Hrönn að fyrirtækið hafi nú þegar fengið fyrirspurnir að utan. Fyrst um sinn verði þó einblínt á sölu drykkjarins hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30 Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Nýr íslenskur og sykurlaus drykkur með viðbættu kollageni verður fáanlegur í verslunum á næstu dögum. Drykkurinn Collab var hannaður af Feel Iceland og Ölgerðinni, en Feel Iceland vinnu kollagen úr íslensku fiskroði. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Feel Iceland, segir að hugmyndavinnan hafi hafist fyrir tveimur árum. „Hugmyndin á bak við drykkinn er góð hráefni og við viljum alls ekki fara í felur með það. Dósirnar voru því hannaðar þannig að innihaldslýsingin er framan á þeim með vörumerkinu. Þú sérð greinilega hvað þú ert að drekka,“ segir Hrönn í samtali við Markaðinn. Feel Iceland hefur þróað og markaðssett fæðubótarefni og húðvörur sem eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. Markmiðið er að nýta auðlindir úr hafinu sem hafa ekki verið nýttar áður og jafnvel hent, til þess að láta fólki líða betur á náttúrulegan hátt og án þess að skaða umhverfið.Nýi drykkurinn. Nú bætist drykkur við vörulínuna en til að byrja með verða framleiddar tvær bragðtegundir; annars vegar ferskju- og mangóbragð og hins vegar límónu- og ylliblómabragð. „Það sem er líka skemmtilegt við þennan drykk er að það voru aðallega konur sem komu að hönnun, hugmyndavinnu og þess háttar,“ segir Hrönn. Hún segir að Collab sameini íslenskt hugvit og íslenskt hráefni. Enginn annar drykkur í heiminum sem inniheldur koffín og íslenskt kollagen sem er unnið úr fiskroði. „Feel Iceland kollagenið er eitt hreinasta prótein sem þú getur fengið, engin viðbætt aukaefni og unnið úr íslensku sjávarfangi. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá það í nægilegu magni. Eftir 25 ára aldur byrjar að hægja á framleiðslu líkamans á kollageni og því er mikilvægt að bæta það upp með einhverjum hætti.“ Spurð hvort Feel Iceland hafi í hyggju að sækja á erlenda markaði með Collab svarar Hrönn að fyrirtækið hafi nú þegar fengið fyrirspurnir að utan. Fyrst um sinn verði þó einblínt á sölu drykkjarins hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30 Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30
Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent