Þrettán ára sælkeri bakar kökur og selur á Facebook Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:30 Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“ Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“
Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira